Þjónusta

Einhverfuráðgjöf

Ráðgjöf sem sérstaklega er sniðin að foreldrum/fjölskyldum barna með einhverfu. Markmið þjónustunnar er að veita faglega ráðgjöf og kennslu til fjölskyldna sem þurfa aðstoð og stuðning við ýmis verkefni daglegs lífs. Þjónustan getur bæði farið fram á heimili viðkomandi eða utan þess.

Heimaráðgjöf og þjálfun

Markmið þjónustunnar er að veita faglega ráðgjöf og kennslu til fjölskyldna sem þurfa aðstoð og stuðning við ýmis verkefni daglegs lífs. Þjónustan getur bæði farið fram á heimili viðkomandi eða utan þess.

Hvað vinnst með einhverfu- og heimaráðgjöf:

 • Aukin samvinna við barn og ánægjulegri samvera

 • Ánægjulegri matartímar

 • Bættur svefn og svefnvenjur

 • Ánægjulegri búðarferðir

 • Ánægjulegra heimanám

 • Bættar morgunvenjur

 • Bættar kvöldvenjur

 • Ánægjulegri baðtími

 • Aukin færni við að klæða sig

 • Klósettþjálfun

 
Þjónusta við skóla

Boðið er upp á almenna ráðgjöf fyrir leik- og grunnskóla í lausnum við hegðunarvanda og sérsniðna ráðgjöf fyrir einstaka nemendur.

 

Almenn ráðgjöf fyrir skóla

 • Námskeið fyrir starfsmannahópa um árangursríkar aðferðir til þess að takast á við hegðunarvanda og hvernig stuðla má að bættum skólabrag. Námskeið eru sniðin að þörfum hvers hóps.

 

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf

 

Markmið þjónustunnar er að vinna með skóla og heimili við að móta einstaklingsmiðaðar og hagnýtar lausnir til þess að draga úr hegðunarvanda og auka bæði ánægju og þátttöku barns í skólastarfinu.

Þegar verið er að takast á við krefjandi hegðunarvanda er stuðst við virknimat (functional behavioral assesment, FBA) til að greina vanda og móta úrræði. Virknimat er margreynd aðferð við að móta árangursrík viðbrögð til að draga úr hegðunarvanda og stuðla að bættri líðan.

Þarftu frekari upplýsingar? Hafðu þá samband

 

Við erum hér til að hjálpa þér. Hafðu samband með tölvupósti og við höfum samband fljótlega.