Um okkur

Hegðunarráðgjöf

Fyrirtækið Hegðunarráðgjöf sérhæfir sig í gagnreyndum lausnum við hegðunarvanda barna með það að leiðarljósi að auka færni, ánægju og lífsgæði skjólstæðinga sinna.

Einstaklingar, fyrirtæki og sveitafélög geta nýtt sér þjónustuna og miðað er að því að geta brugðist hratt við án langra biðlista.

 

Þarftu frekari upplýsingar? Hafðu þá samband

 

Við erum hér til að hjálpa þér. Hafðu samband með tölvupósti og við höfum samband fljótlega.

 
Starfsfólk
Ingunn Brynja Einarsdóttir

ingunn@hegdun.is

Ingunn útskrifaðist með meistarapróf í sálfræði með áherslu á úrræði vegna hegðunar- og námsvanda frá Háskóla Íslands í júní 2012.

Í rannsóknarverkefnum sínum var Ingunn að bera saman skólastefnur í leik-og grunnskólum og innleiðingu á þeim. Hún hefur mikla þekkingu á hvernig hægt er að innleiða jákvæðan skólabrag í kennslustofuna og í skólann í heild.

Ingunn hefur starfað með börnum og fullorðnum með þroska- og hegðunarfrávik á fjölbreyttu aldursbili. Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á því að vinna með börnum í leik- og grunnskóla vegna sértækra námserfiðleika, kvíða, einhverfu, ADHD, svefnerfiðleika, matarinntöku, tilfinninga-, reiðistjórnunar-, félagsfærni- og hegðunarvanda o.fl. Ingunn starfaði í mörg ár sem deildarstjóri yfir þjálfun á börnum með ýmis þroskafrávik og sem sérkennslustjóri í leikskóla. Hún hefur einnig starfað sem verkefnastjóri í grunnskóla yfir jákvæðum skólabrag.

Ingunn hefur sinnt í fjölda ára ráðgjöf og fræðslu til foreldra og starfsfólks í leik- og grunnskólum. Að auki hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands í námskeiðum sem snúa að úrræðum vegna hegðunar- og námsvanda. Hún hefur haldið fræðslunámskeið fyrir foreldra leikskólabarna varðandi gagnlegar uppeldisaðferðir og hefur réttindi til að halda SOS! Hjálp fyrir foreldra námskeið og Snillinga námskeið sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri með ADHD.

Ingunn leggur ríka áherslu á að notast við sannreyndar og árangursríkar aðferðir (evidence based practice).

Rafn Emilsson

rafn@hegdun.is

Rafn útskrifaðist með mastersgráðu í sálfræði með áherslu á úrræði við hegðunar og námsvanda frá Háskóla íslands 2011 og með viðbótardiplóma til kennsluréttinda 2012.

 

Í rannsóknarverkefnum sínum í grunn og framhaldsnámi var Rafn að sinna atferlismeðferð við kvíða annarsvegar og að nota líkan Stýrðrar kennslu (Direct instruction) í tónlistarkennslu hinsvegar.

 

Rafn hefur sinnt hegðunarráðgjöf fyrir grunn- og leikskóla Garðabæjar frá árinu 2013 ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla og foreldra barna með hegðunarvanda.

 

Rafn hefur mikið unnið með börnum í leik- og grunnskóla vegna hegðunarvanda, svefnvanda, fælni, reiðistjórnunar- og félagsfærnivanda, bæði með börnum með greiningar eins og ADHD, einhverfu og ýmis þroskafrávik en einnig með börnum með engar slíkar greiningar.

 

Rafn hefur einnig komið að félagsfærniþjálfun fyrir bæði grunn- og leikskólabörn, veitt bæði börnum og fullorðnum atferlismeðferð við sértækri fælni, sinnt stundakennslu fyrir Háskólann í Reykjavík og sinnt tónlistarkennslu fyrir börn með sérþarfir frá árinu 2005.

 

Í störfum sínum sem hegðunarráðgjafi leggur Rafn áherslu á að notast við sannreyndar og árangursríkar aðferðir og útbúa hagnýtar áætlanir sem bæði foreldrar og starfsfólk geta nýtt sér.

idunn_svala_20x20svhv.jpg
Iðunn Svala Árnadóttir

Iðunn útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Núna er hún að ljúka meistaragráðu sinni í Hagnýtri Sálfræði, Skólar og þroski frá Háskóla Íslands. Í þessu námi er áhersla lögð á atferlisgreiningu, gagnreyndar kennsluaðferðir og undirstöðu atriði málörvunar og lestrar. Í náminu hefur hún öðlast reynslu í hegðunarráðgjöf bæði innan og utan kennslustofu. Hún stundaði starfsþjálfun sína á velferðarsviði Þjónustumiðstöðvar Breiðholts þar sem hún fór heim til foreldra aðstoðaði þau við uppeldi barna og heimilishald.

Iðunn hefur unnið á ýmsum sviðum tengdum börnum. Árið 2012 vann hún sem starfsmaður leikskóla þar sem hún útbjó meðal annars æfingar í félagsfærni fyrir yngstu börn leikskólans. Hún hefur starfað sem persónulegur ráðgjafi á vegum Barnaverndar í Kópavogi frá árinu 2013. Þar hefur hún komið  að mörgum málum þar sem börnum var veitt ráðgjöf og leiðbeiningar til að styrkja það félagslega, námslega og tilfinningalega. Hún vann sem stuðningsfulltrúi í Klettaskóla skólaárið 2016-2017 þar sem hún starfaði með börnum með ýmis þroskafrávik í öðrum bekk grunnskóla. Vorið 2018 tók hún til starfa í Arnarskóla þar sem hún vann sem starfsmaður og tengill fyrir barn með hegðunarvanda og þroskafrávik. Í því starfi útfærði hún verklag við óæskilegri hegðun, fylgdi því eftir og hélt utan um námsgögn og framför í hegðun og námi barnsins.

Iðunn hefur sérstakan áhuga á að styrkja félags- og tilfinningafærni barna. Hún leggur áherslu á að nota gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að beri árangur.

Samstarfsaðilar
sól.png
SÓL sálfræði og læknaþjónusta
www.sol.is
siggadogg__11 (2).jpg
Sigga Dögg

www.siggadogg.is

SÓL sálfræði og læknisþjónusta veitir heildstæða þjónustu fyrir börn og unglinga. Hegðunarráðgjöf er í samstarfi með SÓL í að vinna að lausnum fyrir börn með fjölþættan vanda. 

Sigga Dögg kynfræðingur, BA í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur-Ástralíu. Hún sinnir aðallega kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og hefur gefið út þrjár bækur. Hegðunarráðgjöf er í samstarfi með Siggu Dögg í að vinna að kynfræðslu og lausnum við krefjandi kynferðislegri hegðun fyrir börn og unglinga með þroskafrávik.